Innlent

Segja Braga ekki hafa farið út fyrir verksvið sitt

Samúel Karl Ólason skrifar
Bragi Guðbrandsson.
Bragi Guðbrandsson. Vísir/Vilhelm
Velferðarráðuneytið segir misbresti hafa verið í málsmeðferð ráðuneytisins í máli Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu. Hann hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt í barnaverndarmáli í Hafnarfirði sem fjallað var mikið um fyrr á árinu. Í bréfi ráðuneytisins til Braga vegna endurupptöku málsins segir enn fremur að upplýsingagjöf hans til föðurafa barns í málinu sem um ræðir hafi ekki gefið tilefni til athugasemda.

Uppruna málsins má rekja til þess að þrjár barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndu vinnubrögð braga og samskipti hans við afann.

Óháð úttekt var svo framkvæmd og var niðurstaða hennar opinberuð í júní. Þar kom fram að það var talið hæpið að ráðuneytið hefði í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða.

Sjá einnig: Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við



Bragi fór í kjölfarið fram á endurupptöku og hefur hún nú verið kláruð. Í áðurnefndu bréfi til Braga segir að ráðuneytið hafi ekki farið að grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins um rannsókn mála og andmælarétt.


Tengdar fréttir

„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“

Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi.

Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi

Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag.

Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku

Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×