Fleiri fréttir

Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði

Jafnlaunavottun fyrirtækja, sem á að taka gildi um áramótin, verður að öllum líkindum frestað um eitt ár til að gefa fyrirtækjum ráðrúm til að klára sín mál. Jafn­­réttisstofa hefur ekkert eftirlitshlutverk með jafnlaunavottun fyrirtækja.

Ólga í Umhyggju

Átök eru innan félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

„Ég hugsa þetta bara sem sigur“

Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur.

Foreldrar gáttaðir á mjólkurgjöf í grunnskólum

Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að fyrirtæki gefi börnum merktar vörur í grunnskólum borgarinnar – að því gefnu að vörurnar séu notaðar innan veggja skólans og standist siðferðismat skólastjórnenda.

Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna.

Samfylkingin vill umbyltingu í þágu barna

Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi.

Talið að Ari sé staddur erlendis

Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara.

Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra

Minnst fimm innheimtumál Menntamiðstöðvarinnar ehf. vegna ógreiddra skólagjalda hafa ratað fyrir dómstóla. Skólastjóri segir að um sé að ræða einstaklinga sem hafi aldrei haft í hyggju að borga og séu að reyna að komast hjá því.

Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn

Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Allir gera ráð fyrir sýknudómi en Ragnar vill yfirlýsingu um sakleysi og bendir á dóm frá Bretlandi.

Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana

Dæmi eru um að ný tegund stöðumæla hafi valdið ruglingi hjá ökumönnum. Mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði og uppsetning síðustu mælanna klárast brátt. Ökumenn fá nokkurra mánaða svigrúm til að aðlagast græjunum.

Ýmislegt til rannsóknar vegna flugs Primera Air sem rann út af

Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á misheppnaðri lendingu flugvélar Primera Air á Keflavíkurflugvelli í apríl á síðasta ári beinist að veðri, framkvæmdum á flugvellinum, undirbúningi flugs, lendingarskilyrðum og framkvæmd lendingarinnar.

Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura

Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum.

Allt að tíu manns vísað frá gistiskýlinu við Lindargötu

Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt.

„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein”

Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir