Fleiri fréttir

Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu

Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu.

Gul viðvörun enn í gildi

Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið.

Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið

Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg.

Telur varhugavert að aðrir en ljósmæður sinni mæðravernd

Þjónusta á meðgöngu sem stýrt er af ljósmæðrum hefur jákvæð áhrif á fæðingarþyngd og á nýbura- og ungbarnadauða. Þetta sýna rannsóknir, að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra við ríkið. Samningalotan hefur nú staðið í um fjörutíu vikur.

Eftirför í miðborginni

Eftirför lögreglu, sem hófst um klukkan 1 í nótt, endaði með heljarinnar eignatjóni í miðborg Reykjavíkur.

Veitingamaður kærður fyrir margra ára áreitni

Meint brot veitingamanns eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Konur sem unnu á veitingastað mannsins í miðbænum segja hegðunina hafa viðgengist á þeim forsendum að um menningarmun væri að ræða. Vinnueftirlitið hafi brugðist.

Ekkert aðhafst vegna bílaplans

Byggingarfulltrúi mun ekkert aðhafast vegna meintra óleyfisframkvæmda við bílaplan umdeildrar rútumiðstöðvar í Skógarhlíð 10.

Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag

Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll.

Borga hálfa milljón á mánuði fyrir neysluna

Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Við segjum frá því að litlu mátti muna að mannskaði yrði þegar risastór skriða féll í Hítará því skriðan varð skömmu áður en veiðimenn hefðu verið við laxveiðar í ánni, á sama stað.

Hítará hefur fundið sér nýjan farveg

Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni.

„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“

Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni.

Féll fram af þaki við byggingarvinnu

Maður féll fram af þaki húss á Seltjarnarnesi sem hann var að vinna við laust fyrir klukkan þrjú í dag. Grunur leikur á að maðurinn hafi ekki notað varnarbúnað við verkið en hann starfaði á vegum byggingaverktaka.

Segist tilneyddur til að sættast: „Gáfumst upp á þessum slag“

Á þriðja hundrað skrautfuglar úr gæludýraversluninni Dýraríkinu voru aflífaðir í gær eftir harðar deilur við Matvælastofnun undanfarna mánuði. Lögfræðingur stofnunarinnar segir sátt hafa náðst um málið, en eigandi Dýraríkisins segist einfaldlega hafa gefist upp.

Sjá næstu 50 fréttir