Innlent

Segir viðhorf til jafnaðar hafa breyst

Bergþór Másson skrifar
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR. Vilhelm Gunnarsson
Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að almenningur sé farinn að horfa meira á hvað jöfnuður skiptir miklu máli. Hún segir farið sé að sjá að þar sem ríkir meiri jöfnuður, þar hefur hagvöxtur og hagsæld almennt verið meiri heldur en annars staðar.

Katrín Ólafsdóttir, sem er doktor í vinnumarkaðshagfræði ásamt því að vera lektor við HR, kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars um jöfnuð á Íslandi.

Þróun heimsins í átt að enn frekari ójöfnuði, þar sem lítill hópur fólks á mjög stóran hlut auðs í heiminu, sagði Katrín vera ógnvekjandi, þar sem svona miklum auð fylgja auðvitað völd.

Fyrir einhverju síðan spáði enginn í jöfnuði sagði Katrín, „heldur horfðu menn til Bandaríkjanna og þar er einkaframtakið það sem sem drífur hagkerfin áfram, en núna eru menn farnir að horfa meira á hvað jöfnuður skiptir miklu máli. Þá er farið að sjá að þar sem ríkir meiri jöfnuður þar hefur hagvöxtur verið meiri og hagsæld almennt verið meiri heldur en annars staðar.“

„Hvar liggja mörkin og hvað þarftu marga milljarða til að lifa góðu lífi?“ spurði Katrín og bætti við „Hvað er eðlilegur munur á meðallaunum og forstjóralaunum? Er það tífaldur eða hundraðfaldur munur og maður segir ef það er komið yfir tífaldan mun, þarftu þennan pening?“

Katrín sagði að til þess að ná jöfnuði í samfélaginu sé mikilvægt að þeir ríku geta ekki farið með peninginn sinn í skattaskjól, og að það þurfi að komast að samkomulagi um hátekjuskatt.

Höfrungahlaup íslensku þjóðarinnar þarf að stoppa til þess að koma á frekari jöfnuði sagði Katrín og lýsir hún því á einfaldan hátt: „Hver og einn fær launahækkun og svo fær hinn aðeins meira og aðeins meira og meira og síðan endar þetta bara í verðbólgu.“

Hér að neðan má hlusta á viðtal við Katrínu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun í tvemur hlutum.

Seinni hluti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×