Innlent

Ekkert aðhafst vegna bílaplans

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Skógarhlíð.
Í Skógarhlíð. Fréttablaðið/Sigtryggur
Byggingarfulltrúi mun ekkert aðhafast vegna meintra óleyfisframkvæmda við bílaplan umdeildrar rútumiðstöðvar í Skógarhlíð 10. Þetta kemur fram í svari frá Jóni Halldóri Jónassyni, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, við fyrirspurn Fréttablaðsins.

„En það er niðurstaða skoðunar heilbrigðiseftirlitsins að þarna verði að sækja um starfsleyfi og því gert ráð fyrir að aðilar muni sækja um byggingarleyfi vegna þeirra breytinga sem eftir atvikum þarf að ráðast í og krefjast byggingarleyfis,“ segir í svari Jóns Halldórs.




Tengdar fréttir

Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla

Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“

Andstaða við nýbyggingu í Skógarhlíð

Fyrirhugað tólf íbúða fjölbýlishús við bæinn Þóroddsstaði í Skógarhlíð mætir andspyrnu nágranna sem óttast öngþveiti vegna bílastæðaskorts. Borgarsögusafn segir bygginguna munu þrengja að Þóroddsstöðum og leggst gegn tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×