Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segir fréttastofan frá björgun fjögurra af fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra í Tælandi í dag. Við segjum frá því að litlu mátti muna að mannskaði yrði þegar risastór skriða féll í Hítará því skriðan varð skömmu áður en veiðimenn hefðu verið við laxveiðar í ánni, á sama stað.

Við tölum við verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum í Reykjavík, sem segir að samfara átaki stjórnvalda um að koma morfínskyldum lyfjum af svörtum markaði þá versni staða þeirra sem eru háðir slíkum lyfjum.

Við segjum einnig frá friðarhorfum í Afríku og áhuga Skagamanna á öllu því sem við kemur þjóðbúningnum. Og við sýnum myndir af mýrarbolta barna, sem fór fram á Bolungarvík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×