Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum við myndir af risaskriðunni sem rann úr Fagraskógarfjalli í Hítará í morgun. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður er á staðnum og segir okkur nýjustu fréttir af náttúruhamförunum og talar við heimamenn.

Við segjum líka frá því að eigandi Dýraríkisins segist hafa gefist upp fyrir Matvælastofnun, sem lét aflífa á þriðja hundrað skrautfugla í gær.

Drengirnir tólf og þjálfari þeirra bíða enn björgunar langt inni í fjalli í norðurhluta Tælands. Nú er talið að ekki verði hægt að bíða lengur en í þrjá eða fjóra daga eftir að koma þeim út með einhverjum hætti. Aðstæður eru hrikalegar.

Við verðum líka með myndir af Jóni Kristni Þórssyni sem nú reynir að komast á sundi yfir Ermarsundið. Erfiðasti kaflinn er hafinn, sem er að komast í gegnum hafstrauminn við strendur Frakklands. Og við segjum frá íþróttafræðingi sem reynir í sumar að fá Vopnfirðinga til að hreyfa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×