Fleiri fréttir

Opportunity kveður eftir fimmtán ár

Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur.

Sakaðir um glæpi gegn mannkyni

Tveir sýrlenskir ríkisborgarar, sem handteknir voru af þýskum lögregluyfirvöldum á þriðjudaginn, eru grunaðir um gróf mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyni.

Lækka laun bæjarfulltrúa

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að lækka laun bæjarfulltrúa sinna um fimmtán prósent.

Sé bara einn uppvís að því að halla réttu máli

Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðar syni útvarpsstjóra.

Manafort sekur um lygar

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum.

Vonsvikin prinsessa

Tími Ubolratana, prinsessu og systur Taílandskonungs, sem forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunar f lokks Taílands var stuttur og sagði prinsessan í gær að það ylli henni vonbrigðum.

Vilja afskrá kannabis sem hættulegt fíkniefni

Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims.

Vanþekking á lögum orsök brotsins

Vanþekking á lögum og reglum persónuverndarréttar Reykjavíkur urðu til þess að borgin braut gegn persónuverndarlögum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor. Þá vantaði mikilvægar upplýsingar af hálfu borgarinnar í samskiptum við Persónuvernd (PRS).

Harmleikur þegar sjúklingur á Vogi kveikti í sér

Sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild um helgina með brunasár en grunur leikur á að hann hafi kveikt í sér. Litlar upplýsingar fást um líðan mannsins en forstjórinn á Vogi kveðst ekki hafa þær upplýsingar.

Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir

Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni.

Hafði kynmök við fimmtán ára gamlan nemanda sinn

Amy Hamilton, fertugur kennari í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að hafa gefið fimmtán ára gömlum nemanda sínum áfengi og haft kynmök við hann á síðasta ári.

NASA reynir að varpa ljósi á uppruna alheimsins

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar.

Vísindamenn NASA kveðja Opportunity

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik.

Kvöldfréttir Stöðvar í beinni

Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.

GM stærst í Mexíkó

General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. Gen­eral Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri.

„Fáránleg tímasetning“ á launahækkun bankastjóra

Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð.

Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal

Mansal er mikið hér á landi að sögn yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki.

Sjá næstu 50 fréttir