Erlent

Hafði kynmök við fimmtán ára gamlan nemanda sinn

Sylvía Hall skrifar
Amy Hamilton gaf sig fram við lögreglu á mánudag.
Amy Hamilton gaf sig fram við lögreglu á mánudag. Fangelsið í Harrison-sýslu.
Amy Hamilton, fertugur kennari í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að hafa gefið fimmtán ára gömlum nemanda sínum áfengi og haft við hann kynmök á síðasta ári.

Hamilton gaf sig fram við lögreglu á mánudag en hún starfar sem kennari í Oldham-sýslu í fylkinu. Hún kynntist fórnarlambinu þegar hún starfaði sem kennari í Stuart Pepper skólanum í Meade-sýslu í Indiana-fylki árið 2017.

Samkvæmt saksóknara átti atvikið sér stað eftir að hún hætti kennslu í skólanum. Hún hélt þó sambandi við drenginn í gegnum smáskilaboð eftir að hún tók við nýju starfi í Kentucky og á samband þeirra að hafa orðið kynferðislegt í mars á síðasta ári.

Hamilton hafi þá hitt drenginn og gefið honum um það bil níu bjóra á meðan hún sjálf drakk „nokkrar vínflöskur“. Í gögnum kemur fram að drengurinn hafi gengið fram í kynferðislegum tilburðum sem hún hafi hafnað í upphafi en seinna um kvöldið hafi hún leitt drenginn inn í herbergi þar sem þau höfðu kynmök.  

Hamilton á yfir höfði sér tólf ára fangelsi vegna málsins verði hún sakfelld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×