Erlent

Blóð á hurðum eftir deilur á ástralska þinginu

Atli Ísleifsson skrifar
Brian Burston meiddist á þuli eftir átökin.
Brian Burston meiddist á þuli eftir átökin. Getty
Lögregla í Ástralíu rannsakar nú deilumál innan veggja ástralska þingsins sem á að hafa endað með blóð á hurðum í húsakynnum þingsins.

Guardian  segir frá því að hinn sjötugi öldungadeildarþingmaður Brian Burston hafi síðastliðinn þriðjudag lent í átökum við aðstoðarmann öldungadeildarþingmannsins Pauline Hanson.

Burston á að hafa særst á þumli í átökunum og síðan klínt blóði á skrifstofuhurð Hanson. Atvikið náðist á myndband og hefur aðstoðarmanni Hanson nú verið meinaður aðgangur að þinghúsinu.

Eru átökin rakin til þess að Burston hefur sakað Hanson um ítrekuð boð af kynferðislegum toga. Hanson hefur hins vegar svarað því til með því að segja að „hún [sé] 64 ára en ekki svo örvæntingarfull“. Þá hefur Hanson sakað ónefndan þingmann um kynferðislega áreitni.

Burston hefur áður verið sakaður um að hafa „boðið“ kvenkyns samstarfsmanni sínum kynlíf til að gleðja hana.

Þingmaðurinn Pauline Hanson ásamt aðstoðarmanni sínum, James Ashby.Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×