Fleiri fréttir

Björt svaraði spurningum lesenda

Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra og oddviti Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi, situr fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis.

Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“

Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark.

Puigdemont skýrir ekki mál sitt

Forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu á Spáni, hefur sent stjórnvöldum í Madríd bréf, en þar sker hann ekki úr um hvort Katalónía hafi lýst yfir sjálfstæði.

Heilsíðuauglýsing klámkóngsins

Stofnandi klámritsins Hustler býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti.

Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman

Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin.

Nauðsynlegt að breyta kosningalögum

Tillögur að breyttum kosningalögum hafa legið ósnertar í rúmt ár. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, skráning á meðmælalista og rafræn kjörskrá er meðal þess sem þyrfti að breyta að mati formanns landskjörstjórnar.

Skráningakerfi þurfi á Herjólf

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim ábendingum til Eimskips, rekstraraðila Herjólfs, að skráningakerfi um fjölda farþega verði tekið upp á skipinu.

Konsúllinn verður kyrr

„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn.

Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð

Húsmóðir í Smáíbúðahverfinu er ósátt við gervivambir og vill meira blóð í sláturgerðina. Dregið hefur úr sláturgerð á íslenskum heimilum. Máltíðin kostar rúmar 100 krónur fyrir einn. Fréttablaðið kannaði verð og úrval í yfirstandandi sláturtíð.

Rjúpnaveiði með sama sniði og síðustu ár

Rjúpnaveiðitímabilið hefst daginn fyrir kjördag, þann 27. október. Tímabilið í ár er eins og á því síðasta, þar sem veitt er fjórar samfelldar helgar frá föstudegi til sunnudags.

Ráðherra vill meiri launahækkun til kvennastétta en annarra

Þorsteinn Víglundsson telur æskilegt að kvennastéttir fái launahækkun í komandi kjaraviðræðum umfram aðra hópa. Formaður BHM segir gott að ráðherra sé kominn í lið með sér hvað það varðar. Hugmyndirnar séu þó augljóslega komnar fram núna í ljósi komandi kosninga.

Ráðherra fái drög að samningi í vikunni

Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu.

Telma segir frá áreitni þriggja manna

"Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“

Flugi til Cork aflýst vegna Ófelíu

Flugi Wow Air til Cork á Írlandi á morgun hefur verið aflýst sökum fellibylsins Ófelíu. Ekki er búist við því að veðrið hafi áhrif á áætlunarflug til og frá Dublin.

Hornfirðingar fá hitaveitu

Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum.

Tímamótasamningur við UMFÍ

Þetta er fyrsti samningurinn sem stjórnvöld gera við félagasamtök og er til lengra tíma en eins árs í senn.

Komu í veg fyrir tjón í Elliðaám

Með skjótum viðbrögðum tókst að aftra meiriháttar tjóni þegar olía lak í Grófarlæk í Fossvogsdal í gær. Unnið verður að hreinsun lækjarins næstu daga, en heilbrigðisfulltrúi segir að blessunarlega hafi lítið af olíu borist niður í Elliðaár.

Ný mið gætu opnast í Norður-Íshafi

Íslendingar gætu haft hagsmuni af fiskveiðum í Norður-Íshafi í framtíðinni. Þetta segir sérfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, en hafsvæðið tekur nú miklum breytingum samhliða hlýnun jarðar.

Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram

Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan.

Sjá næstu 50 fréttir