Erlent

Að minnsta kosti 27 látnir í eldum í Portúgal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gríðarlegir eldar loga nú í Portúgal og berjast þúsundir slökkviliðsmanna við þá.
Gríðarlegir eldar loga nú í Portúgal og berjast þúsundir slökkviliðsmanna við þá. vísir/epa
Að minnsta kosti 27 manns eru látnir í gríðarlegum eldum sem geisa nú í norðausturhluta Portúgals. Meira en 50 manns hafa slasast í eldunum en þeir loga á 145 stöðum og er ástandið alvarlegt í 32 tilfellum.

Fram kemur á vef BBC að eldarnir geisa í Coimbro, Castelo Branco, Viseau og Guarda. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana sem kviknuðu í norðausturhluta landsins um helgina auk þess sem kviknaði í á Spáni. Að minnsta kosti þrír hafa látist þar.

Eldarnir kvikna eftir heitt og þurrt sumar en aðstæður hafa versnað vegna fellibylsins Ófelíu sem nálgast nú vesturhluta Evrópu. Kröftugir vindar hafa þannig magnað upp eldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×