Innlent

Fimm ferðamenn handteknir eftir bílveltur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamennirnir veltu bílum sínum skammt frá Þórshöfn á Langanesi.
Ferðamennirnir veltu bílum sínum skammt frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur

Fimm erlendir ferðamenn gista nú fangageymslur á Þórshöfn á Langanesi og á Akureyri eftir að bílaleigubílar þeirra ultu úr af þjóðveginum í grennd við Þórshöfn með klukkustundar millibili í gærkvöldi.

Engin slasaðist alvarlega, en engin viðurkennir að hafa ekið bílunum. Þrír voru í öðrum bílnum og tveir í hinum og neita allir að hafa ekið bílunum. Þeir voru því vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag.

Lögreglumenn frá Þórshöfn, Húsavík og á Akureyri tóku þátt í afgreiðslu málanna. Bílvelturnar eru ekki taldar tengjast að öðru leyti en að þær hafi báðar átt sér stað á svipuðum slóðum. Bílarnir eru báðir talsvert skemmdir.

Þá hefur færð á hálendisvegum spillst undanfarna daga og eru margir þeirra orðnir ófærir að sögn Vegagerðarinnar. Hún bendir vegfarendum á að fylgjast vel með færðarkortinu á heimasíðu Vegagerðarinnar og athuga vel veðurspá, ef þeir ætla inn á hálendið.

Annars var víða hálka á fjallvegum í nótt, eins og til dæmis á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og á Vestfjörðum var líka hálka á Hálfdán og Dynjandisheiði. Fréttaastofunni er ekki kunnugt um slys eða óhöpp sem rakin hafa verið beint til hálkunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.