Erlent

Puigdemont skýrir ekki mál sitt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.
Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016. Vísir/AFP
Forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu á Spáni, hefur sent stjórnvöldum í Madríd bréf, en þar sker hann ekki úr um hvort Katalónía hafi lýst yfir sjálfstæði.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði sett Carles Puigdemont afarkosti og skipað honum að skýra mál sitt í dag og rann fresturinn út núna klukkan átta. Puigdemont hafði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Katalóníu skrifað undir sjálfstæðisyfirlýsingu, en frestað því að málið kæmi til framkvæmda um óákveðinn tíma, til þess að samtal gæti átt sér stað á milli yfirvalda í Katalóníu og í höfuðborginni Madríd.

Sjá einnig: Forseti Katalóníu með óskipta athygli Evrópu 

Rajoy og félagar hans í spænsku ríkisstjórninni vildu hinsvegar fá skýr svör um hver staðan væri og skipuðu Puigdemont að skýra mál sitt. Ef hann myndi lýsa einhliða yfir sjálfstæði kæmi sterklega til greina að svipta Katalóníu sjálfstjórnarréttindum sem héraðið hefur í dag og flytja alla stjórn héraðsins til Madrídar. Í bréfi Puigdemonts sem barst í morgun er þó ekki skorið úr um málið, heldur stingur hann upp á tveggja mánaða tímabili sem notað verði til samningaviðræðna. 

Ekki er ljóst hver viðbrögð Madrídar verða, en talið er líklegt að stjórnvöld framlengi frestinn þó fram á fimmtudag áður en í harðbakkann slær.


Tengdar fréttir

Hafna samningaviðræðum Katalóna

Ríkisstjórn Spánar hafnar alfarið yfirlýsingum Carles Puigdemont forseta Katalóníu um væntanlegt sjálfstæði héraðsins frá Spáni.

Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi

Ríkisstjórn Spánar hótar enn á ný að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindum. Forsætisráðherrann biður forseta Katalóníu um að útskýra áform sín um sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×