Erlent

Forseti Katalóníu með óskipta athygli Evrópu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Spánverjar, rétt eins og þessi hér, bíða í ofvæni eftir yfirlýsingu  Carles Puigdemont.
Spánverjar, rétt eins og þessi hér, bíða í ofvæni eftir yfirlýsingu Carles Puigdemont. Vísir/Getty
Komið er að ögurstundu fyrir forseta Katalóníu, Carles Puigdemont, sem þarf að útskýra mál sitt fyrir stjórnvöldum í Madríd á Spáni fyrir klukkan 08:00 í dag. Spænskir ráðamenn vilja fá það á hreint hvort forsetinn hafi lýst yfir sjálfstæði á dögunum eða ekki.

Ef hann segist hafa gert það, eða ef hann útskýrir ekki mál sitt, kemur til greina að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni og færa völdin á héraðinu alfarið til Madrídar. Ef hann staðfestir að hann ætli að lýsa yfir sjálfstæði hefur hann þrjá daga til viðbótar til þess að draga það til baka. 

Erlendir miðlar treysta sér ekki til að fullyrða hvað forsetinn muni gera. Það verði einfaldlega að bíða og sjá.

Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði héraðsins á dögunum skrifaði Puigdemont forseti undir sjálfstæðisyfirlýsingu, en frestaði því hinsvegar um óákveðinn tíma að koma henni til framkvæmdar.

Er hann undir miklum þrýstingi frá samstarfsmönnum hans í héraðsstjórn Katalóníu um að lúta vilja atkvæðagreiðslunnar. Aðrir stjórnmálamenn, bæði spænskir sem útlenskir, hafa hins vegar reynt að tala hann af því.

Evrópusambandið hefur gefið það út að lýsi Katalónar yfir sjálfstæði verði héraðið ekki lengur meðlimur sambandsins.


Tengdar fréttir

Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi

Ríkisstjórn Spánar hótar enn á ný að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindum. Forsætisráðherrann biður forseta Katalóníu um að útskýra áform sín um sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×