Innlent

Hörður enn ófundinn tveimur árum síðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson, sem hvarf sporlaust 14. október árið 2015, er enn ófundinn. Hann sást síðast á Laugarásvegi í Reykjavík en um tíma var talið að hann væri í nágrenni við Hveragerði en leit þar leiddi ekkert í ljós.

Umfangsmikil leit var gerð að Herði þar sem björgunarsveitir notuðu öll þau verkfæri sem þær höfðu tiltækar við leitina, bíla, sporhunda, dróna, þyrlu og fjölda leitarmanna á jörðu niðri, auk þess sem auglýst var eftir honum í fjölmiðlum.

Aðstandendur Harðar birtu andlátstilkynningu í Fréttablaðinu í dag þar sem kom fram að útför Harðar hefði farið fram í kyrrþey síðastliðinn laugardag, tveimur árum frá því hann sást síðast. Í tilkynningunni kemur fram að þeir sem vilja minnast Harðar er bent á geðdeild Landspítalans, Laugarási, úrræði fyrir ungt fólk.

Ágúst Svansson, sem stýrir rannsóknum á mannshvörfum hjá lögreglunni, segir Hörð því miður enn ófundinn. Ágúst segir lögreglu úrskurða þá látna sem eru ófundnir þremur árum eftir að lýst var eftir þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×