Innlent

Jón Baldvin fær hálfa milljón og afsökunarbeiðni frá HÍ

Jóhannes Stefánsson skrifar
Búið er að komast að niðurstöðu í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Háskóla Íslands.
Búið er að komast að niðurstöðu í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Háskóla Íslands.
Jón Baldvin Hannibalsson fær greidda hálfa milljón frá Háskóla Íslands í bætur, auk þess sem rektor hefur beðið hann afsökunar á að málsmeðferð varðandi ráðningu hans hafi verið ábótavant og bitnað á honum að ósekju. Fyrir vikið hefur Jón Baldvin fallið frá málshöfðun á hendur Háskóla Íslands.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna samkomulags sem hefur náðst á milli Jóns Baldvins og háskólans.

Forsaga málsins er sú að Jóni var meinað að kenna sem stundakennari í HÍ við námskeið um stöðu smáþjóða í alþjóðakerfinu eftir gagnrýni þjóðþekktra feminista á ráðningu hans. Þá mótmæltu einstakir kennarar ráðningunni, en rektor taldi ráðningu Jóns geta ógnað starfsfriði við skólann vegna mótmælanna.

Rektor hefur viðurkennt að mótmælin voru tilhæfulaus að því leyti að Jón Baldvin uppfyllir hæfisskilyrði til að starfa við skólann.

Í tilkynningunni stendur einnig orðrétt:

„Rektor staðfestir, að Háskóli Íslands muni í framtíðinni leitast í hvívetna við að fara að lögum í tilvikum, sem tengjast Jóni Baldvini."

Í tilkynningunni kemur fram að Háskóli Íslands viðurkenni þó ekki bótaskyldu, en engu að síður hafi verið ákveðið að greiða Jóni Baldvini hálfa milljón í bætur vegna málsins.


Tengdar fréttir

Jón Baldvin í mál við Háskóla Íslands

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að fela lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Háskóla Íslands vegna ákvörðunarinnar um að afturkalla ráðningu hans til kennslu.

Fyrrverandi innanríkisráðherra segir Háskóla Íslands fremja mannréttindabrot

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hvetur Háskóla Íslands til að endurskoða ákvörðun sína um að afturkalla beiðni um að Jón Baldvin Hannibalsson verði þar gestakennari í haust. Segir Ögmundur, í pistli á vefsíðunni ogmundur.is, að með ákvörðun sinni hafi Háskóli Íslands gerst sekur um brot á mannréttindum. Almenningur hljóti að krefjast þess að hann endurskoði ákvörðunina.

Jón Baldvin íhugar málaferli á hendur HÍ

Jón Baldvin Hannibalsson íhugar að fara í mál á hendur Háskóla Íslands vegna afgreiðslu mála hans þar, en ráðning hans sem gestafyrirlesari var dregin til baka. Augu manna beinast nú að Kristínu Ingólfsdóttur, rektors HÍ, sem ekki ætlar að tjá sig fyrr en að loknum deildarfundi félagsvísindadeild.

Háskólinn fundar vegna meints „dónakarls“

Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki verið ráðinn sem kennari við Háskóla Íslands heldur var hann fenginn til að vera gestafyrirlesari á námskeiði. Þetta segir formaður félagsvísindadeildar sem ætlar að funda vegna málsins í dag.

Jón Baldvin gagnrýnir Háskólann harðlega

Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega.

Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda

Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands.

Rektor segir Jón Baldvin hafa svikið sig

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að harðorð grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann boðar málshöfðun á hendur Háskólanum, hafi komið sér í opna skjöldu. Hún hafnar því að kynjafræðingar hafi svínbeygt yfirstjórn skólans.

Jón Baldvin kennir í Háskóla Íslands

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, mun nú í haust kenna á námskeiði við Háskóla Íslands um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu.

Jón Baldvin og rektor funduðu

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, hittust á einkafundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×