Viðskipti erlent

Kakó ekki dýrara í 23 ár

Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur ekki verið hærra í 23 ár og hefur verðið hækkað um 70% á árinu. Súkkulaðiframleiðendur segja að hækkunin muni velta beint út í verðlagið og því má búast við verð á einni af vinsælustu sælkeravörunni muni hækka á umtalsvert á nýju ári.

Viðskipti erlent

Whittard býður mögulegum kaupendum í te

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, á í viðræðum við breskt fjárfestingafélag um kaup á keðjunni. Frá þessu greinir Forbes tímaritið en ekki er uppgefið hverjir standa á bakvið félagið en leitt er að því líkum að fjárfestingafélagið sé í viðræðunum fyrir hönd einhvers samkeppnisaðila Whittard. Whittard er á leið í þrot og er gert ráð fyrir því að nýju eigendurnir kaupi keðjuna úr þrotabúinu.

Viðskipti erlent

Anno horribiles fyrir Danske Bank

Illvígur og þrálátur orðrómur um Danske Bank hefur gert 2008 að anno horribiles fyrir bankann sem hefur misst 75% af markaðsverðmæti sínu frá áramótum. Og þar sem bankinn hefur lengi verið flaggskip danska fjármálaheimsins hefur orðrómurinn smitað út frá sér.

Viðskipti erlent

Whittard of Chelsea að komast í þrot

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, rambar nú á barmi gjaldþrots. Forráðamenn keðjunnar hafa beðið Ernst & Young að vera í viðbragðsstöðu og tilbúna að koma að keðjunni sem skiptastjórar.

Viðskipti erlent

Property Group kaupir eign af Fiona-bankanum

Fasteignafélagið Property Group, sem er í eigu Straums, Guðmundar Þórðarsonar, Birgis Bieltvedt og þriggja Dana hefur fest kaup á eign af Fiona-bankanum en bankinn rambar á barmi gjaldþrots og reynir nú að losa sig við eignir til að ná upp lausafjárstöðu sinni.

Viðskipti erlent

Asísk bréf hækkuðu ýmist eða lækkuðu

Hlutabréf hækkuðu ýmist eða lækkuðu á Asíumörkuðum í morgun. Þannig hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um rúmt prósentustig en aðrar vísitölur lækkuðu margar hverjar. Ekki er búist við líflegum viðskiptum á hlutabréfamörkuðum síðustu tvo dagana fyrir jól en margir fjárfestar eru þegar komnir í jólafríið, bæði austan hafs og vestan.

Viðskipti erlent

Hagfræðingar í Bandaríkjunum óttast verðhjöðnun

Hagfræðingar í Bandaríkjunum eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af verðhjöðnun. Það er andstæðan við verðbólgu og einkennist slíkt ástand af miklum verðlækkunum, en einnig miklum launalækkunum, atvinnuleysi og lömuðu efnahagslífi. Það var ekki síst til að bregðast við þessu ástandi, sem Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, lækkaði stýrivexti niður í 0 í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Sölu á Kaupþing Lux að ljúka

Fjármálaráðherrann í Luxemburg hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Kaupþing í Lúxemburg til hóps fjárfesta frá Arabalöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni í Luxemburg sem Reuters fréttastofan vísar til í dag.

Viðskipti erlent

Bílarisum bjargað vestanhafs

George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti.

Viðskipti erlent