Viðskipti erlent

Whittard býður mögulegum kaupendum í te

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, á í viðræðum við breskt fjárfestingafélag um kaup á keðjunni. Frá þessu greinir Forbes tímaritið en ekki er uppgefið hverjir standa á bakvið félagið en leitt er að því líkum að fjárfestingafélagið sé í viðræðunum fyrir hönd einhvers samkeppnisaðila Whittard. Whittard er á leið í þrot og er gert ráð fyrir því að nýju eigendurnir kaupi keðjuna úr þrotabúinu.

Whittard of Chelsea var stofnað af Walter Whittard árið 1886 og er keðjan með 130 verslanir og 500 manns í vinnu víðsvegar um Bretland. Baugur keypti keðjuna árið 2005 á um 21 milljón punda.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×