Viðskipti erlent

Bylgja gjaldþrota skellur á verslunargeira Bretlands

Reiknað er með að bylgja af gjaldþrotum muni skella á verslunargeiranum í Bretlandi eftir áramótin. Jólaverslunin í ár er sú lélegasta í yfir 30 ár og fjármálakreppanm hefur komið verulega við kaunin hjá verslunareigendum landsins.

Í frétt um málið í blaðinu Guardian segir að hundruðir verslana verða gjaldþrota strax eftir áramótin ásamt 10 til 15 verslunarkeðjum. Telur blaðið að nokkur vel þekkt nöfn verði þar á meðal.

Nick Hood sérfræðingur í gjaldþrotum hjá Begbies Traynor segir að þrot Woolworths hafi ekki komið verulega á óvart. "En það munu verða óvænt tíðindi eftir áramótin," segir Hood og bætir því við að meðal þeirra 10 til 15 verslanakeðja sem fari á hausinn muni verða ein eða tvær sem komi tárunum fram hjá fólki.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×