Viðskipti erlent

Whittard of Chelsea að komast í þrot

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, rambar nú á barmi gjaldþrots. Forráðamenn keðjunnar hafa beðið Ernst & Young að vera í viðbragðsstöðu og tilbúna að koma að keðjunni sem skiptastjórar.

Samkvæmt frétt um málið í Timesonline var Landsbankinn viðskiptabanki Whittard of Chelsea en keðjan er nú 122 ára gömul. Landsbankinn hefur nú lokað öllum lánalínum til keðjunnar.

Whittard of Chelsea er síðasta fórnarlambið í breska verslsunargeiranum sem kemst í þrot vegna fjármálakreppunnar og ört minnkandi neyslu bresks almennings. Talið er að smásöluverslanir í Bretlandi muni verða gjaldþrota svo hundruðum skiptir í næsta mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×