Viðskipti erlent

Óljóst eignarhald setur framtíð FIH-bankans í hættu

FIH-bankinn í Danmörku þarf á endurfjármögnun að halda upp á fleiri milljarða danskra kr. á næsta ári. Framtíð bankans er í hættu vegna þess hve óljóst er um eignarhaldið á bankanum segir í frétt á Business.dk.

Samkvæmt Business.dk gerir þetta ójósa eignarhald það að verkum að FIH getur ekki sótt sér fjármagn á millibankamarkaði og þarf því að reiða sig á aðstoð frá danska ríkinu.

Bankinn yrði þar í hópi annarra banka sem myndu njóta góðs af svokölluðum "bankepakke 2" sem er önnur umferð danskra stjórnvalda í að skjóta fjármagni í danska bankakerfið.

Eins og kunnugt er af fréttum hér á visir.is er FIH-bankinn nú í raun í eigu íslenskra stjórnvalda. Kaupþing átti FIH er íslenska bankakerfið hrundi. Kortéri fyrir hrunið fékk Kaupþing 500 milljóna evra, eða rúmlega 70 milljarða kr. neyðarlán frá Seðlabanka Íslands með allsherjarveði í FIH.

JPMorgan hefur haft FIH í sölumeðferð frá því í nóvember s.l.. Hingsvegar hefur enginn sýnt því alvarlegan áhuga á að kaupa bankann. Verðmat JPMorgan á FIH er um 250 milljónir evra eða um helmingur af veði Seðlabankans. Áhugaleysi kaupenda skýrist að stórum hluta af endurfjármögnunarþörf FIH á næsta ári.

Á Business.dk segir að FIH hafi áður fyrir verið talinn traustur og mjög vel rekinn banki sem ekki tók miklar áhættur í útlánastarfsemi sinni sem var einkum til fyrirtækja og félaga.

Síðan komu íslenskir eigendur bankans til sögunnar og með þeim nýir siðir.

 







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×