Viðskipti erlent

Fjárfestir fyrir aðalinn í Evrópu framdi sjálfsmorð

René-Thierry Magon de la Villehuchet, fjárfestir fyrir auðugustu aðals- og konungsfjölskyldur Evrópu framdi sjálfsmorð á skrifstofu sinni á Þorláksmessu.

René hafði tapað hátt í 200 milljörðum kr. frá viðskiptavinum sínum á fjársvikamyllu Bernard Madoff á Wall Street.

René fannst á skrifstofu sinni í New York þar sem hann hafði skorið sig á púls á báðum höndum. Sagt er að hann hafi verið mjög niðurdreginn og skammst sín mikið fyrir að hafa verið blekktur af Madoff eins og svo margir aðir.

Meðal viðskiptavina René má nefna Rothschild fjölskylduna, Liliane Bettencourt stofnanda L´Oreal veldisins, Philippe Junot fyrrum eiginmann Karólínu prinsessu í Mónakó og Michael krónprins Júgóslavíu.

Samkvæmt frétt í blaðinu Daily Mail er talið að René hafi sjálfur fjárfest töluvert af eigin fé hjá Madoff.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×