Viðskipti erlent

Breskir sveitastjórnarmenn bjartsýnir á að fá fé úr Heritable

Heritable bankinn var í eigu Landsbankans.
Heritable bankinn var í eigu Landsbankans.

Sveitastjórnarmenn í Winchester eru bjartsýnir að þeir muni fá til baka 1 milljón sterlingspund frá Heritable bankanum sem hrundi í október. Bankinn var í eigu Landsbankans og var settur í skiptameðferð í október. Fulltrúar frá Winchester borg funduðu með skiptastjórum í síðustu viku.

Ákveðið hefur verið að setja á fót nefnd sem veriður skipuð lánadrottnum, þar á meðal tveimur fulltrúum frá sveitastjórnum og skiptastjórar segja að reynt verði að skipta þrotabúinu jafnt þannig að öll sveitafélög fái eitthvað í sinn hlut. Auk sveitastjórnarinnar í Winchester er sveitastjórnin í West Sussex sýslu að krefjast 13 milljóna.

Sveitastjórnarmenn segja ómögulegt að spá fyrir um hve langan tíma það taki á fá féð til baka.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×