Viðskipti erlent

Viljayfirlýsing um kaup á Kaupþingi í Svíþjóð

Älandsbanken hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaupin á Kaupþingi í Svíþjóð. Viðræður milli bankans og forráðamanna Kaupþings, þar á meðal skilanefndar Kaupþings hér heima hafa staðið um nokkurt skeið.

Í frétt um málið í Dagens Industri segir að samkvæmt tilkynningu frá Ålandsbanken nái yfirlýsingin yfir Kaupþing í Svíþjóð og dótturfélög bankans en ekki útlánastarfsemi hans.

Samingaviðræður halda nú áfram og er vonast til að þeim muni ljúka í kringum mánaðarmótin janúar/febrúar á næsta ári.

Samkvæmt Dagens Industri er gert ráð fyrir að Ålandsbanken endurborgi seðlabanka Svíþjóðar neyðarlán sem seðlabankinn veitti Kaupþingi Svíþjóð í kjölfar bankahrunsins á Íslandi ef af kaupunum verður.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×