Viðskipti erlent

OPEC-samtökin draga enn úr olíuframboði

Olíuútflutningsríkin í OPEC-samtökunum ætla að draga enn úr framboði á olíu, eftir að hafa ákveðið tveggja milljóna tunna samdrátt á dag, í síðustu viku.

Öllum að óvörum hélt olíuverð áfram að lækka á heimsmarkaði þrátt fyrir samdráttinn, þannig að OPEC ákvað í gær að draga enn frekar úr framleiðslunni. Ekki hefur enn verið gefið upp hversu mikið það verður, en OPEC-ríkin framleiða um það bil 40 prósent allrar olíu á heimsmarkaði.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×