Vísir

Mest lesið á Vísi



Ísland í dag - Gerir besta og einfaldasta heilsubrauð landsins og súkkulaðismjör

Albert Eiríksson hinn landsþekkti matgæðingur lífskúnstner og matarbloggari gerir eitt besta og einfaldasta heilsubrauð landsins og þó víðar væri leitað. Albert var að gefa út matreiðslubók með girnilegum heilsuréttum. Og þar er hann til dæmis með uppskrift að dásamlegu og hollu súkkulaðismjöri. En í staðinn fyrir að halda útgáfuboð þá býður hann hreinlega öllum sem vilja að koma heim til þeirra Alberts og Bergþórs Pálssonar eiginmanns hans í kaffi og spjalla og jafnvel hlusta á söng og tónlist. Í bókinni eru þvílíkt auðveldar og góðar uppskriftir sem margar hverjar koma á óvart. Vala Matt fór og skoðaði girnilegar hollustu uppskriftir og leit til þeirra í kaffi. Ekki missa af Íslandi í dag kl.18.55 strax á eftir fréttum og sporti.

Ísland í dag

Fréttamynd

Ætlar að vera „nánast skuld­laus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur

Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að umfangi eigna.

Innherji