Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

25. ágúst 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur


Fréttamynd

„Ekki bara steypa heldur fólk og fram­tíð“

Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna.

Samstarf