Vísir

Mest lesið á Vísi



Linda Baldvins 65 ára segir aldrei of seint fyrir ástina

Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í 12 ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum og í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin. Linda hefur mikið fjallað um ástarsambönd og oft flækjustig þeirra í vinsælum pistlum sínum á Smartlandi á mbl.is og þar hefur hún meðal annars skoðað hvernig flókið getur verið að stofna til ástarsambanda þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og nýjar áherslur eru til staðar í lífinu.

Ísland í dag