EM 2014 karla

Fréttamynd

Ólafur Guðmundsson: Ég er 100% núna

"Ég er fullur sjálfstrausts og það gengur vel. Ég þakka það að vera heill heilsu. Ég fór í axlaraðgerð fyrir síðasta tímabil. Ég fór að gera hluti sem ég var ekki vanur að gera og náði ekki að spila minn leik,“ sagði Ólafur Guðmundsson sem er tilbúinn í stórt hlutverk með íslenska handboltalandsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Meiddist í fótbolta

Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Fjöldi lykilmanna frá | Óli Gúst ekki með

Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðslavandræði íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem æfir nú fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Danmörku í janúar. Landsliðið var með opna æfingu í hádeginu sem margir lykilmanna gátu ekki tekið þátt í.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur gæti misst af EM

Aron Kristjánsson segir slæmt ástand á íslenska landsliðshópnum í handbolta en fjölmargir lykilmenn eiga við meiðsli að stríða. Guðjón Valur Sigurðsson gæti misst af Evrópumótinu í Danmörku vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Sterbik missir af EM

Spænska landsliðið í handbolta varð fyrir áfalli þegar staðfest var að Arpad Sterbik, markmaður liðsins verður ekki með á úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Danmörku í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór gæti náð EM

"Þetta verður mjög tæpt en ég er samt bjartsýnn á að þetta hafist,“ sagði landsliðsmaðurinn Arnór Atlason aðspurður um hvort hann komist með landsliðinu á EM í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander getur ekki horft á leiki íslenska landsliðsins

Alexander Petersson mun ekki spila með Íslandi á EM í janúar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Þetta er þriðja stórmótið af síðustu fjórum sem hann missir af. Þó svo ástand leikmannsins sé ekki gott ætlar hann ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór Atlason er líka meiddur

Það kvarnast úr leikmannahópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir EM. Alexander Petersson staðfesti í dag að hann myndi ekki gefa kost á sér og nú berast þau tíðindi að annar lykilmaður væri í vandræðum.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Þessi meiðsli ógna ferli Alexanders

"Hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Hann segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti miðað við standið á honum í dag," segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um Alexander Petersson en hann tilkynnti í dag að hann myndi ekki spila með landsliðinu á EM í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Þarf vélmennið aftur að fara í viðgerð?

Óvissa er um þátttöku Alexanders Petersson á EM í janúar. Þrálát axlarmeiðsli eru að plaga Alexander og mun það væntanlega liggja fyrir í næstu viku hvort hann treysti sér til að spila.

Handbolti
Fréttamynd

Wilbek búinn að velja EM-hópinn sinn

Óvissa er með þátttöku Rasmus Lauge, leikmanns Kiel, á EM í janúar enda er hann meiddur. Þrátt fyrir það var hann valinn í danska hópinn af Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana.

Handbolti
Fréttamynd

24 lið á EM í handbolta?

Framkvæmdarstjóri handknattleikssambands Evrópu, EHF, segir að það sé nú til skoðunar að fjölga liðum í úrslitakeppni EM í handbolta.

Handbolti