Handbolti

Meiddist í fótbolta

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
mynd/valli

Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.

„Það er vandræðalegt að segja þetta en ég fékk aðeins í tána. Ég fékk þvagsýrugigt, kristalsgigt, í tána í fyrra og missti af tveimur leikjum með Haukum. Ég fór í sprautur eftir það en hef aldrei náð mér almennilega í liðnum.

„Svo var það að sjálfsögðu fótbolti, ég varði og fékk skot framan á tána og þá bólgnaði upp allur liðurinn. Svo bætti Arnór Atla um betur og skaut líka í tána á mér, í handbolta. Það er ástæða þess að ég sit og horfi á í dag,“ sagði Aron Rafn markvörður.

„Ég æfi ekkert fyrr en eftir áramót í Þýskalandi. Ég hvíli í dag og á morgun, borða bólgueyðandi og vonandi fer þetta þá.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.