Handbolti

Guðjón Valur náði að kría út frí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Guðjón Valur Sigurðsson óskaði eftir því við landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson gæfi leikmönnum andrými í kringum áramótin. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Leikmenn karlalandsliðs Íslands í handbolta koma saman á Íslandi í lok mánaðar til að hefja undirbúning fyrir Evrópumótið í Danmörku í janúar.

Flestir leikmenn Íslands standa í ströngu með félagsliðum sínum í Evrópu fram yfir jól. Von er á þeim síðustu til Íslands þann 29. desember og var planið að hefja æfingar í kjölfarið.

„Ég ræddi við Aron Kristjánsson og náði að kría út frí fyrir okkur seinni hluta dags hinn 30. desember, á gamlársdag og á nýársdag,“ sagði landsliðsfyrirliðinn í samtali við Mbl.is. Hann segist hafa lagt spilin á borðið og gert Aroni grein fyrir að leikmenn þyrftu nokkra daga til þess að hvíla lúin bein eftir törnina sem framundan er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×