Handbolti

Skýrist eftir helgi hvort Alexander verði með á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron mun tilkynna æfingahóp sinn í næstu viku.fréttablaðið/vilhelm
Aron mun tilkynna æfingahóp sinn í næstu viku.fréttablaðið/vilhelm fréttablaðið/vilhelm
„Það eru góð nöfn í þessum hópi og það er að koma spenningur,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla, en hann tilkynnti í gær hvaða 28 leikmenn geta spilað með Íslandi á EM í janúar.

Aðeins 16 munu fara með liðinu til Danmerkur og æfingahópurinn fyrir mótið verður með um 20 leikmönnum.

„Það eru ákveðin spurningamerki eins og með Alexander en það skýrist eftir helgi hvort hann verður með okkur á EM. Arnór Þór er að koma aftur eftir meiðsli og svo er Vignir reyndar meiddur líka. Við sjáum hvernig það fer.“

Alexander Petersson fór á kostum með Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel á miðvikudag. Engu að síður er öxlin á honum ekki góð þó að hann spili mikið með Löwen þessa dagana.

Það er taugatrekkjandi tími fram undan fyrir landsliðsþjálfarann en hann vonast eftir því að fá sína leikmenn heila heilsu í verkefnið.

„Ég krosslegg fingur fram að jólum og vona að allir haldi heilsu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×