Handbolti

Arnór Atlason er líka meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason.
Það kvarnast úr leikmannahópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir EM. Alexander Petersson staðfesti í dag að hann myndi ekki gefa kost á sér og nú berast þau tíðindi að annar lykilmaður væri í vandræðum.

"Arnór Atlason var að togna á kálfa í gærkvöldi. Hann er því orðinn spurningamerki sem er ekki gott mál," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. "Það væri hrikalegt að missa hann út líka."

Arnór er tiltölulega nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og hefur smám saman verið að komast betur inn í leik síns liðs, St. Raphael í Frakklandi.

Það verður augljóslega mikill hausverkur hjá Aroni að púsla saman liði fyrir EM miðað við stöðuna á hópnum.

"Spurningamerkin eru mörg. Margir með lítinn leiktíma og aðrir að koma til baka úr meiðslum. Vignir Svavarsson er nýbúinn að meiðast aftur en verður vonandi kominn fljótt í gang aftur.

"Ólafur Bjarki hefur verið inn og út og Ólafur Gústafsson er lítið að spila. Þetta verður púsluspil að velja 16-manna hópinn. Menn verða því að standa sig á æfingum og æfingaleikjum fyrir EM."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×