Handbolti

Gunnar Steinn kallaður inn í landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Steinn Jónsson.
Gunnar Steinn Jónsson. Mynd/Heimasíða Nantes
Aron Kristjánsson hefur gert eina breytingu á landsliðshópi Íslands vegna meiðsla Arnórs Atlasonar.

Gunnar Steinn Jónsson, miðjumaður Nantes í Frakklandi, kemur inn í hópinn sem hefur æfingar í kringum áramótin. Arnór Atlason glímir við meiðsli í kálfa en segir í Fréttablaðinu í dag vera vongóður um að geta verið með.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.






Tengdar fréttir

Aron búinn að velja 28 manna EM-hóp

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn eiga möguleika á því að komast í EM-hópinn í janúar.

Alexander segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti

Annað stórmótið í röð þarf Alexander Petersson að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að leikmaðurinn sé að berjast fyrir ferli sínum enda sé hann litlu betri í dag en hann var fyrir ári síðan.

Arnór Atlason er líka meiddur

Það kvarnast úr leikmannahópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir EM. Alexander Petersson staðfesti í dag að hann myndi ekki gefa kost á sér og nú berast þau tíðindi að annar lykilmaður væri í vandræðum.

Alexander gefur ekki kost á sér

Aron Kristjánsson hefur tilkynnt 21 manns æfingahóp fyrir Evrópumótið í Danmörku í janúar. Alexander Petersson verður ekki með. S

Guðjón Valur náði að kría út frí

Guðjón Valur Sigurðsson óskaði eftir því við landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson gæfi leikmönnum andrými í kringum áramótin.

Aron: Þessi meiðsli ógna ferli Alexanders

"Hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Hann segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti miðað við standið á honum í dag," segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um Alexander Petersson en hann tilkynnti í dag að hann myndi ekki spila með landsliðinu á EM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×