Fleiri fréttir

Mega rífa niður til að endurreisa

Félagið Lindarvatn hefur fengið heimild til að rífa friðlýstan sal í Nasa við Austurvöll. Ætlunin er að endurgera síðan húsakynninn í sem upprunalegastri mynd eins og gamli Sjálfstæðissalurinn svokallaði var.

Eygló nýr stjórnarformaður LÍN

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur stjórnarformann stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Uppræta þarf kynbundinn launamun

Atvinnuþátttaka á íslenskum vinnumarkaði mælist hvað mest meðal OECD-ríkjanna og er hlutfall kvenna á vinnumarkaði með því hæsta í heiminum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir kynbundinn launamun meinsemd og að unnið sé að því að uppræta hann.

Thomas til liðs við Investis

Thomas Möller er genginn til liðs við Investis ehf.. Thomas hóf störf í ársbyrjun 2018 sem meðeigandi og fyrirtækjaráðgjafi.

Sjónarhorn kvenna og karla saman gerir heiminn betri

Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.

Bein útsending: Fjórða iðnbyltingin

Róbótarnir eru komnir í bjórinn og Menntun fyrir atvinnulíf fjórðu iðnbyltingarinnar eru meðal þeirra erinda sem flutt verða á opnum fundi Félags atvinnurekenda.

FKA stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi

Félag kvenna í atvinnulífinu er fyrir kvenkyns stjórnendur og leiðtoga og stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi. Félagið hélt viðurkenningarhátíð í gærkvöldi og ætlar að fylgja #metoo eftir með aðgerðum.

Ísland er viðurkennt tækniland

UTmessan verður haldin í áttunda sinn í Hörpu um helgina. Þar geta gestir og gangandi rabbað við vélmenni, teiknað á skjái og hitt gervigreindan markmann, svo fátt sé upptalið.

Spennandi áskoranir fram undan

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóra Platome líftækni, hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA árið 2018.

Lárusi ekki gerð frekari refsing

Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli.

Öflug kona í karlaheimi

Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi.

Hjálmar hættur hjá Qlik

Hjálmar Gíslason, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri DataMarket, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá Qlik Technologies.

Meniga semur við franskan banka

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið við BPCE, annan stærsta banka Frakklands, um að innleiða netbankalausnir Meniga.

Útgerðir bíða frétta af loðnumælingum

Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsóknaskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið.

Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna

Þýska fyrirtækið Bremen­ports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota.

Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum

Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli.

Á von á umfangsmiklum skilyrðum

Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum.

Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói.

Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar

Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann.

Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar.

Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel

Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016.

Jón Ingi til Landsbankans

Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsviðskiptum Kviku fjárfestingabanka, hefur gengið til liðs við Landsbankann, samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa í markaðsviðskiptum bankans.

Glitnir greiðir tvo milljarða til ríkisins

Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins.

Kvika lýkur fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi

Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum.

Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári

Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods.

86 manns sagt upp hjá Odda

86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum.

Sjá næstu 50 fréttir