Viðskipti innlent

Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Bitcoin hefur hækkað mikið í virði undanfarna mánuði.
Bitcoin hefur hækkað mikið í virði undanfarna mánuði. Vísir/EPA
Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri „miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli.

Fjölmargir fjárfestar hafa grætt á uppgangi rafræna gjaldmiðilsins undanfarna mánuði. Greindi Fréttablaðið frá því fyrr í vikunni að félagið Skiptimynt hefði opnað fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmynt á borð við Bitcoin. Er því í fyrsta sinn hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur.

Fjármálaeftirlitið tekur fram að Bitcoin fylgi lögmálum spákaupmennsku. Engar reglur gildi á markaði með slíka mynt, markaðir með Bitcoin þurfi ekki starfsleyfi og lúti aukinheldur ekki eftirliti stofnunarinnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×