Viðskipti innlent

Thomas til liðs við Investis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thomas Möller.
Thomas Möller.
Thomas Möller er genginn til liðs við Investis ehf.. Thomas hóf störf í ársbyrjun 2018 sem meðeigandi og fyrirtækjaráðgjafi.

Hann er hagverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Berlín og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Thomas er sérfræðingur í verðmati fyrirtækja, rekstrarstjórnun og verkefnastjórnun og hefur starfað við stjórnun og rekstur meðal annars hjá Eimskip, Olís, Thorarensen Lyf, Aalborg Portland, Rekstrarvörum og nú síðast hjá Rými Ofnasmiðjunni sem meðeigandi og framkvæmdastjóri.

Hann hefur kennt stjórnun við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst og haldið stjórnunarámskeið á undanförnum árum um ýmiss svið stjórnunar og rekstrar Investis er staðsett að Tjarnargötu 4 3.hæð og er með heimasíðuna www.investis.is.

Starfssvið Investis er víðtækt en auk umsjónar með sölu, sameiningum og kaupum fyrirtækja, annast félagið arðsemis-og áhættugreiningar, umsjón með fjármögnun verkefna og gerð viðskiptaáætlana. Investis er meðlimur í Corporate Finance in Europe sem klasi fyrirtækjaráðgjafa í Evrópu.

Þjónusta Investis byggir meðal annars á öflugu tengslaneti í viðskiptalífinu. Fyrirtækið er nú með yfir 50 fyrirtæki í söluferli og fjölda fjárfesta sem eru að leita að fyrirtækjum til kaupa. Investis er auk þess með um 500 fjárfesta á skrá sem fá reglulega forgangsupplýsingar um fjárfestingartækifæri. 

Samstarfsmaður og meðeigandi Thomasar í Investis er Haukur Þór Hauksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×