Viðskipti innlent

Jón Ingi til Landsbankans

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Ingi Árnason starfaði áður hjá Kviku banka.
Jón Ingi Árnason starfaði áður hjá Kviku banka.
Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsviðskiptum Kviku fjárfestingabanka, hefur gengið til liðs við Landsbankann, samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa í markaðsviðskiptum bankans.

Áður en Jón Ingi hóf störf hjá forvera Kviku, Straumi, árið 2015 var hann sjóðstjóri hjá Landsbréfum frá árinu 2013. Þar áður, frá árinu 2009 til 2013, var hann meðeigandi, ásamt Jóni Eggerti Hallssyni, félagsins J Bond Partners þar sem hann veitti meðal annars fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf vegna fjármögnunar og viðskipta með skuldabréf. Einnig hefur hann starfað sem forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Íslandsbanka og þar áður Glitnis.

Að undanförnu hefur Jón Ingi veitt Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins, ráðgjöf við fjármögnun.

Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.



Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×