Viðskipti innlent

Hjálmar hættur hjá Qlik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjálmar Gíslason átti rúmlega fjórðungshlut í DataMarket þegar selt var til Qlik.
Hjálmar Gíslason átti rúmlega fjórðungshlut í DataMarket þegar selt var til Qlik. Vísir/Vilhelm
Hjálmar Gíslason, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri DataMarket, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá Qlik Technologies eftir þrjú og hálft ár í starfi. Qlik keypti DataMarket árið 2014 fyrir tæplega einn og hálfa milljarða króna.

Hjálmar átti fjórðungshlut í fyrirtækinu en hélt áfram störfum fyrir Qlik.

Hjálmar greinir frá vistaskiptunum á Facebook-síðu sinni þar sem fram kemur að síðasti dagur sinn í starfi hafi verið í gær. Hann sé með eitthvað annað á prjónunum sem hann ætli að greina frá síðar.

Tíu ár eru liðin síðan Hjálmar setti DataMarket á fót.

„Þetta er búið að vera magnað ferðalag sem hefur innifalið Bergen og Sydney, Mexíkóborg og Singapore, fyrirlestur í Hvíta Húsinu og mjög ítarlegt samtal við einn fremsta frumkvöðul Evrópu - og nú fjárfesti - um hina mörgu vankanta tækninnar sem (við komumst fljótt að því að) hann hafði fundið upp og smíðað. Hann fjárfesti ekki!“

Hann segir tilfinningar blendnar, hann muni sakna fyrirtækisins, vörunnar og fólksins.


Tengdar fréttir

DataMarket heimsækir Hvíta húsið

Upplýsingatæknifyrirtækið DataMarket mun kynna nýjustu afurð sína, DataMarket Energy, á sérstakri samkomu í Hvíta húsinu í Washington í dag. Það er vísinda- og tæknisvið Hvíta hússins sem stendur fyrir uppákomunni ásamt Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Markmiðið er að kynna nýjungar á sviði orkunýtingar.

Qlik kaupir Datamarket

Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×