Viðskipti innlent

Bein útsending: Snjallari borg

Tinni Sveinsson skrifar
Markmið snjallborgarteymis Reykjavíkur er að bæta upplifun og lýðheilsu borgarbúa, ásamt því að gera starfsemi borgarinnar skilvirkari og vistvænni.
Markmið snjallborgarteymis Reykjavíkur er að bæta upplifun og lýðheilsu borgarbúa, ásamt því að gera starfsemi borgarinnar skilvirkari og vistvænni.
UT-messan hófst í Hörpu nú í morgun og fara þar fram fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar í dag.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á beina útsendingu af erindinu Snjallar samgöngur í Reykjavík: Að framtíð skal hyggja, ef borg skal byggja.

Kristinn J. Ólafsson flytur erindið en hann er hluti af snjallborgarteymi Reykjavíkurborgar, sem kemur að nýsköpun innviða og ferla í samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila. 

„Deilihagkerfið ryður sér til rúms í borginni. Nýjar lausnir kalla á nýsköpun innviða með framtíðina í huga. Getur fyrsti fasi Borgarlínu flýtt fyrir innleiðingu sjálfkeyrandi bíla? Hvernig sjáum við fyrir okkur blandaðar samgöngu lausnir einfalda líf borgarbúa,“ segir í lýsingu um erindið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×