Fleiri fréttir

Hlutabréf Icelandair lækkuðu um tæp 4%

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 3,9 prósent í 277 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Það er nú 13,35 krónur á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2013.

Svanhildur segir engin átök í stjórn VÍS

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segir að engin átök séu í stjórn tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í dag. Þar segir að óánægja sé meðal lífeyrissjóða í hluthafahópi VÍS um að áherslur félagsins færist frá vátryggingum til aukinnar fjárfestingarstarfsemi.

Fréttatíminn fær nýja eigendur

Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum.

Fátt um svör frá þýska bankanum

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið.

Forkaupsrétturinn úti

Samkvæmt heimildum er ljóst að kaup erlendra vogunarsjóða á hlut í Arion banka hafi verið yfir genginu 0,8 og því geti ríkið ekki nýtt sér forkaupsrétt.

Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu.

Gamla Nintendo NES langvinsælust

Par í Kópavogi stofnaði vefverslunina Retrólíf þar sem það selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki. Byrjaði sem áhugamál fyrir rúmum áratug en selja nú Nintendo, Sega Mega Drive og Playstation.

Seðlabankinn borgar um milljón í meðallaun

Starfsmenn Seðlabanka Íslands fengu að meðaltali um 971 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra. Launin hækkuðu þá að meðaltali um 101 þúsund krónur á mánuði miðað við árið á undan þrátt fyrir að ársverkum í bankanum hafi fækkað um þrjú eða úr 200 í 197.

Sigurður Óli til Stefnis

Sigurður Óli Hákonarson, sem hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka undanfarin ár, hefur sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka, samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit

Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli.

Kaupverðið trúnaðarmál

"Kaupin eru ekki endanlega gengin í gegn þar sem ýmsir eiga forkaupsrétt,“ segir Eyþór Arnalds en hann hefur náð samkomulagi um kaup á rúmlega fjórðungshlut í Árvakri.

FME telur sig geta upplýst um eigendur

Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra.

Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun

Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar.

KEA reisir stærsta hótel Norðurlands

KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar.

Karen Kjartansdóttir til Aton

Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá almannatengslafyrirtækinu Aton en hún starfaði sem samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2013 til 2017.

Júlíus einnig til liðs við Kviku

Júlíus Heiðarsson hefur verið ráðnir til markaðsviðskipta Kviku en hann hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og starfað fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Breyti umgjörð eldsneytismarkaðar í þágu virkari samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur birt fjögur álit þar sem mælst er til þess við Reykjavíkurborg, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara að þessir aðilar beiti sér fyrir breytingum á umgjörð eldsneytismarkaðar til að stuðla að virkari samkeppni.

Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg

Við framkvæmdir á Jamie's Italian veitingastaðnum á Hótel Borg fundust gömul málverk sem máluð voru beint á steypuna. Eigendur vilja vernda verkið sem er mjög skemmt og tekur kokkurinn í sama streng.

Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni

Eftir afléttingu hafta fyrr á árinu hafa Íslendingar í vaxandi mæli verið að skoða fasteignakaup erlendis. Eitthvað er um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa en lítið enn sem komið er.

Krónan í forgrunni við endurskoðun peningastefnu

Umboð nefndar ríkisstjórnarinnar um peningamál afmarkast við íslensku krónuna. Nefndin mun því skoða leiðir til að styrkja umgjörð undir krónuna en ekki skoða upptöku annarra gjaldmiðla.

Viðskipti jukust um 72%

Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 72.919 milljónum eða 3.170 milljónum á dag í Kauphöll Íslands.

Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum

Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum

Sjá næstu 50 fréttir