Viðskipti innlent

Viðskipti jukust um 72%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í mars námu heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands 73 milljörðum króna.
Í mars námu heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands 73 milljörðum króna. Vísir/GVA
Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 72.919 milljónum eða 3.170 milljónum á dag í Kauphöll Íslands. Fram kemur í tilkynningu að það er 26 prósent lækkun frá fyrri mánuði, en í febrúar námu viðskipti með hlutabréf 4.262 milljónum á dag.  Þetta er 72 prósent hækkun á milli ára (viðskipti í mars 2016 námu 1.845 milljónum á dag).

Mest voru viðskipti með bréf Reita fasteignafélags, 11.116 milljónir, Símans, 8.521 milljón, Marel, 7.385 milljónir, Haga, 6.164 milljónir, og N1 (N1), 5.943 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI8) lækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða og stendur nú í 1.719 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina, 25,4 prósent (22,9 prósent á árinu), Landsbankinn með 16,7 prósent (23,4 prósent á árinu), og Fossar markaðir með 14,3 prósent (14,6 prósent á árinu). 

Í lok mars voru hlutabréf 20 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.019 milljörðum króna (samanborið við 1.011 milljarð í febrúar).

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 223 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 9,7 milljarða veltu á dag. Þetta er 128 prósent hækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í febrúar námu 4,3 milljörðum á dag), en 57 prósent hækkun frá fyrra ári (viðskipti í mars 2016 námu 6,2 milljörðum á dag).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×