Viðskipti innlent

Fátt um svör frá þýska bankanum

Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003.
Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. fréttablaðið/gva
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið.

Þýskir miðlar vinna um þessar mundir að umfjöllun um söluna á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 og það að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser hafi verið til málamiðla. Blaðamenn hafa haft samband við forsvarsmenn bankans en samkvæmt heimildum fá þeir þau svör að þeir þekki ekki innihald skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið og þar sem hún sé á íslensku muni þeir ekki geta lesið hana sem stendur né veitt viðbrögð við innihaldi hennar.

Einnig segja forsvarsmenn bankans að þeir geti ekki brotið trúnað um samninga við viðskiptavini sína. Þá séu tæplega fimmtán ár síðan samningar voru gerðir og að starfsmenn sem áttu aðild að þeim hafi ekki unnið hjá fyrirtækinu í langan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×