Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2017 06:30 Að sögn Aðalheiðar er meira um að ungt fólk kaupi fasteignir á Spáni nú en það vill nýjan lífsstíl og að búa í betra veðri. vísir/getty „Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
„Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira