Viðskipti erlent

Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Bill O'Reilly stýrir þættinum The O'Reilly Factor á Fox og hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni.
Bill O'Reilly stýrir þættinum The O'Reilly Factor á Fox og hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty

Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá.

Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.

Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni

Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar.

Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. 

Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:

„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
1,3
1
58
MARL
0,79
6
395.130
SKEL
0,61
2
15.435
HAGA
0,39
2
30.323
REITIR
0,29
6
74.905

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,82
7
41.584
REGINN
-1,39
6
69.554
SJOVA
-1,23
7
95.955
EIK
-0,92
7
95.752
ORIGO
-0,67
1
777