Fleiri fréttir

Tap hjá Viggó og Ólafi

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur marka Westwien í tapi liðsins gegn Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta.

Alexander með stórleik í sigri Löwen

Rhein-Neckar Löwen var ekki í vandræðum með lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Alexander Petersson var markahæstur með níu mörk

Tveggja nátta vítaferð FH-inga

FH ferðast 5.400 kílómetra frá Íslandi til Rússlands og aftur til baka til að framkvæma eina vítakastkeppni. Liðið lendir aftur á Íslandi á sunnudagskvöldið. Sigurvegarinn mætir liði frá Slóvakíu í 3. umferðinni.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 23-23 | Valskonur komu til baka í seinni og eru enn taplausar

Valur og Haukar gerðu 23-23 jafntefli í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en lengi vel stefndi í fyrsta tap Vals á tímabilinu. Haukaliðið var fimm mörkum yfir í hálfleik en Valskonur gáfust ekki upp og áttu meira segja möguleika á að vinna leikinn eftir að Guðrún Erla Bjarnadóttir hafði skorað jöfnunarmarkið úr vítakasti. Guðrún Erla skoraði ellefu mörk fyrir Hauka í leiknum.

Ásgeir Örn og félagar unnu stórlið PSG

Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í liði Nimes sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir urðu fyrsta liðið til að vinna Paris Saint Germain í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hætt'essu: Klobbar og breikdans

Það er fastur liður í Seinni bylgjunni að ljúka þættinum á smá syrpu skondinna mistaka sem ber heitið Hætt'essu.

Aron Pálmarsson ekki í liði Barcelona í kvöld

Aron Pálmarsson spilaði ekki fyrsta leikinn sinn í spænsku deildinni í kvöld þegar Barcelona vann sjö marka sigur á Liberbank C. Encantada, 34-27, á heimavelli sínum, Blaugrana-höllinni.

Kristján framlengir við Svía

Sænska handknattleikssambandið hefur gert nýjan samning við landsliðsþjálfara karlalandsliðsins, Íslendinginn Kristján Andrésson

Tveir nýliðar í hópi Axels

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag sextán manna hóp sem tekur þátt í æfingum og spilar svo þrjá vináttulandsleiki.

Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari

ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar.

Seinni bylgjan: Glórulaus dómur

Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 32-24 | Áttundi sigurinn í röð vannst með átta mörkum

FH-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann átta marka sigur á ÍR-ingum í Kaplakrika, 32-24, en FH-liðið hefur unnið fyrstu átta deildarleiki sína á tímabilinu. ÍR-ingar héngu í heimamönnum í fyrri hálfeiknum en FH-liðið stakk af í þeim síðari og vann mjög sannfærandi sigur.

Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti

"Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð

Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka.

Sjá næstu 50 fréttir