Handbolti

Selfossstelpurnar sáu bara stjörnur í seinni hálfleik | Úrslit kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjarnan og Fram náðu bæði að reka af sér slyðruorðið í leikjum sínum í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Framliðið vann sextán marka sigur á Gróttu og Stjarnan vann níu marka sigur á Selfossi.

Ragnheiður Júlíusdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fóru á kostum og skoruðu 17 mörk saman þegar Fram vann sextán marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 33-17.

Framkonur voru búnar að tapa tveimur deildarleikjum í röð en mættu af miklum krafti í leikinn í kvöld og voru strax komnar með tólf marka forskot í hálfleik, 19-7.

Stjarnna vann níu marka sigur á Selfossi, 30-21, eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn með átta mörkum, 17-9. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk.

Selfossliðið var yfir nær allan fyrri hálfleikinn en Stjarnan komst í 13-12 með marki rétt fyrir hálfleiksflautið.

Stjörnukonur skoruðu sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiksins og litu ekki til baka eftir það.



Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:

Grótta - Fram  17-33 (7-19)

Mörk Gróttu: Slavica Mrjkikj 8, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1.

Mörk Fram:  Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1.



Stjarnan - Selfoss 30-21 (13-12)

Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 7, Þórhildur Gunnarsdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Ramune Pekarskyte 4, Nataly Sæunn Valencia 2, Aníta Theodórsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Dagný Huld Birgisdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1

Mörk Selfoss: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Sólveig Erla Oddsdóttir 1.

Sólveig Lára Kjærnested lék vel í kvöld.Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×