Handbolti

Eyjakonur með ellefu marka sigur í Eyjum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ester Óskarsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld.
Ester Óskarsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld. Vísir/Ernir
ÍBV vann ellefu marka sigur á Fjölni í áttundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum.

Þetta var þriðji heimasigur ÍBV-liðsins í röð og liðið nálgaðist topplið Vals sem tapaði stigi á heimavelli í gær.

Fjölnisliðið náði að jafna í 1-1 en þá komu þrjú Eyjamörk í röð og ÍBV-liðið var síðan komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9.

ÍBV liðið komst mest sextán mörkum yfir, 30-14, en Fjölnisstelpurnar löguðu aðeins stöðuna í lokin ekki síst fyrir frammistöðu Guðrúnar Jennýjar Sigurðardóttur sem skoraði þrjú mörk á lokakaflanum.

Ester Óskarsdóttir heldur áfram að spila vel með ÍBV en hún var markahæst á vellinum í kvöld með sjö mörk.  Fjögur marka hennar komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins á meðan Eyjakonur komust í 11-4.

Þetta var síðasti leikurinn í áttundu umferð. ÍBV er í 3. til 4. sæti ásamt Fram en bæði lið eru með 10 stig. Valskonur eru með fjórtán stig og Haukar eru með ellefu stig.

ÍBV - Fjölnir  33-22 (16-9)

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 5, Asuncion Batista 3, Greta Kavaliuskaite 3, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1.

Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 6, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Diljá Baldursdóttir 1, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×