Handbolti

Sigurgangan á enda í Árósum hjá Birnu Berg og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir eftir landsleik í Laugardalshöllinni.
Birna Berg Haraldsdóttir eftir landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Ernir
Þriggja leikja sigurganga Aarhus United liðsins í Ceres Park í Árósum endaði í kvöld þegar liðið tapaði í kvöld á móti Nyköbing í dönsku kvennadeildinni í handbolta.

Nyköbing vann leikinn á endanum með ellefu marka mun, 31-20, en Aarhus United hafði ekki tapað á heimavelli síðan í september í öllum keppnum.

Íslenska landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir var næstmarkahæst í sínu liði með fjögur mörk út þrettán skotum. Hún klikkaði á eina vítinu sem hún tók í leiknum.

Sofie Flader var markahæst í Aarhus United liðinu með 10 mörk en hún var sú eina af leikmönum Árósaliðsins sem skoraði meira en Birna í leiknum.

Nyköbing er mjög sterkt lið sem er að spila í Meistaradeildinni og Nyköbing stelpurnar sýndu styrk sinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×